Allra veðra von

Skjótt skipast veður í lofti á litla Íslandi. Þegar þetta er skrifað varar Veðurstofa Íslands við miklu rigningarveðri á vestanverðu landinu fimmtudaginn 24. nóv.

Gert er ráð fyrir miklum leysingum og er fólk beðið um að huga að niðurföllum og hreinsa frá þeim til að fyrirbyggja vatnstjón.

Einnig þarf fólk að vara sig þar sem snjór hefur þjappast niður s.s. á gangstéttum, götum og bílastæðum því þar verður flughált þegar hlánar.

Októbermánuður var sérstaklega hlýr og sló mörg hitamet um land allt. Nánast frostlaust var allan mánuðinn við strendur landsins og þykir það óvenjulegt svo seint á árinu. Meðalhiti í Stykkishólmi var 7,9°C í október og er það hæsti hiti sem mælst hefur í hér í bæ í þeim mánuði síðan mælingar hófust árið 1846.

Úrkoma í október mældist 161,4mm og hefur ekki mælst meiri síðan árið 2007.