Allt er þegar Þrír er

Perlaða plötuumslagið. Tekið af Facebooksíðu hljómsveitarinnar
Perlaða plötuumslagið. Tekið af Facebooksíðu hljómsveitarinnar

Hljómsveitin Þrír hefur nú gefið út plötu sína Allt er þegar Þrír er á tónlistarveitunni Spotify. Hljómsveitina skipa þau Sigurbjörg María Jósepsdóttir á bassa, Jón Torfi Arason syngur og spilar á gítar og Þórdís Claessen ber húðir.

Ellefu lög eru á plötunni og hafa lesendur eflaust heyrt nokkur þeirra á öldum ljósvakans og öldurhúsum bæjarins.

Þá hafa þau Jón Torfi og Sigurbjörg ósjaldan komið fram tvö saman, ber hljómsveitin þá nafnið 2/3.