Árshátíð GSS

IMG_1812Yngri bekkir grunnskólans héldu sína árshátíð á Hótel Stykkishólmi s.l. þriðjudag og var fullt hús gesta á árshátíðinni. Það er alltaf gaman að sjá krakkana spreyta sig á leik- og söngatriðum en jafnframt um leið viðurkennt að krúttfaktorinn nær algjöru hámarki hjá yngstu bekkjunum. Eldri bekkirnir halda sína árshátíð í kvöld fimmtudag þegar þau snæða á Hótel Stykkishólmi og flytja sín skemmtiatriði og svo verður haldið ball fyrir alla aldurshópa í Tónlistarskólanum með mismunandi tímasetningar í dag.

frettir@snaefellingar.is