Atvinna í boði

felagsogskolathjonustanFélags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftirtalin störf í Stykkishólmi laus til umsóknar:

•Starfsmaður í Ásbyrgi, vinnustofu – og dagþjónustu fyrir fólk með fötlun. Um er að ræða 100% starf, vinnutími virka daga kl. 8.00–16.00. Starf hefst þann 1. maí n.k.
•Starfsmanni í liðveislu fatlaðs fólks; starf hefst í mars
•Starfsmanni í heimaþjónustu, starf hefst í mars

Mögulegt er að sækja um hvort tveggja, liðveislu- og heimaþjónustustarfið. Samanlagt stöðugildi er 70–100% starf. Laun er greidd skv. samningi aðildarsveitarfélaga FSS og SDS.
Frekari upplýsingar um störf þessi veita:
Starf í Ásbyrgi: Hanna Jónsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, hanna@fssf.is, s. 891 8297
Störf við liðveislu og eða heimaþjónustu: Ingveldur Eyþórsdóttir, félagsráðgjafi; ingveldur@fssf.is; s. 852 8702, Berghildur Pálmadóttir, ráðgjafi; berghildur@fssf.is; s. 891 7804.
Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf, umsagnaraðila ásamt sakavottorði umsækjanda berist til forstöðumanns FSS, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ ellegar á netfangið sveinn@fssf.is.
Umsóknarfrestur er til 18. mars 2015
Forstöðumaður