Föstudagur , 16. nóvember 2018

Atvinna í boði

Frístundaleiðbeinandi óskast.

Frístundaleiðbeinandi óskast til starfa í félagsmiðstöðinni X-ið. Félagsmiðstöðin X-ið er með starfsemi sína í húsnæði við Aðalgötu 22. Opnunartími í X-inu er mánudaga frá 17:00-22:00 og fimmtudaga frá 19:30-22:00. Reglulega yfir árið eru stærri viðburðir sem félagsmiðstöðin tekur þátt í.

Helstu verkefni og ábyrgð
Verið er að móta og byggja upp félagsstarf unglinga og eru helstu verkefni því mikil mótunarvinna og
fjölbreytt starf. Auk þess verður viðkomandi að geta tekið ábyrgð á því sem fram fer í starfinu og þeim viðburðum sem skipulagðir eru.

Hæfniskröfur
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Góð íslenskukunnátta.
Hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru greidd samkvæmt kjarasamningum, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samflots.
Starfshlutfall: 25%
Umsóknarfrestur: Fimmtudagurinn 9. Apríl 2015
Ráðningarform: Tímabunið

Frekari upplýsingar um starfið veitir Agnes í síma 691-2675 eða á agnes@stykkisholmur.is

Starfsumsóknir skulu sendast á bæjarstjóra Stykkishólsmbæjar sturla@stykkisholmur.is
Bæjarstjóri