Laugardagur , 17. nóvember 2018

Atvinna í boði

Norska húsið auglýsir

Norska húsið óskar eftir að ráða hresst og skemmtilegt fólk til starfa á safninu í sumar. Laun skv. kjarasamningum SDS. Opið verður frá kl. 10-18 alla daga frá 16. maí – 31. ágúst. Starfið felst í innheimtu aðgangseyris að safni, afgreiðslu í krambúð, eftirlit með sölum, upplýsingagjöf til ferðamanna og aðstoð við ýmsa viðburði í Norska húsinu næstkomandi sumar.

Hæfniskröfur:
-Áhugi á sögu svæðisins og staðháttum í Stykkishólmi og nágrenni.
-Tungumálakunnátta (enska og annað mál æskilegt).
-Hæfni í mannlegum samskiptum og þægilegt viðmót.
-Samviskusemi, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
-Stúdentspróf og/eða 20 ára eða eldri.

Umsóknarfrestur er til 13. apríl n.k. Vinsamlegast nýtið umsóknareyðublöð Stykkishólmsbæjar. Nánari upplýsingar gefur Hjördís í síma 865-4516 eða netfang: hjordis@norskahusid.is.