Atvinnuleysi undir meðaltali

Samkvæmt skýrslu um skráningu atvinnuleysis voru einungis þrír skráðir á atvinnuleysisskrá í Stykkishólmi í lok september, alltsaman karlmenn. Í júlí voru 13 á skrá og í ágúst voru 8. Þeim fer því fækkandi í Stykkishólmi á atvinnuleysisskránni. Bæjarstjóri gerði grein fyrir þessu á bæjarráðsfundi í síðustu viku.

Á sama tíma í fyrra voru 9 manns á atvinnuleysisskrá. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Vinnumálastofnun bætist einn við atvinnuleysisskrána í október og eru því 4 á henni nú.

Stykkishólmsbær er undir meðaltali landsbyggðar í atvinnuleysi. Mælist það 0,5% í bænum í september en meðaltal landsbyggðar er 1,5%. Alls eru 662 starfandi í Stykkishólmi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunnar fyrir september.

Þá gerði bæjarstjóri einnig grein fyrir viðræðum við forsvarsmenn Rarik, Samgöngustofu og Arionbanka vegna fækkunar starfa hjá þeim.