Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Bæjarmál í Stykkishólmi

Þrátt fyrir að nefndir og ráð Stykkishólmsbæjar fundi minna á sumrin en yfir vetrarmánuðina þá hafa allnokkrir fundir verið haldnir í ýmsum þeirra í sumar.
Þannig hafa tilboð verið opnuð um byggingu bókasafns við Grunnskólann en tvö tilboð bárust og samþykkti meirihluti að taka tilboði Skipavíkur upp á kr. 247.313.705, kostnaðaráætlun hljóðar upp á 197.984.100,- Bæði meiri- og minnihluti bókuðu um þennan lið. Meirihluti benti á að Framkvæmdasýsla ríkisins hefði reiknað út fermetraverð bygginga útboðsverka og væri fermetraverð skv. tilboði Skipavíkur lægra en það auk þess benti til þess að byggingarkostnaður myndi lækka enn frekar vegna breytinga á verkinu. Minnihluti lagði til annarsvegar að þar sem tölur væru komnar fram um þessa framkvæmd þá yrði íbúum gefinn kostur á að kjósa um hvort farið væri í hana eða ekki. Hinsvegar ítrekar minnihlutinn að þar sem heildarkostnaður verði um 340 milljónir króna við framkvæmdina harmi fulltrúar L-listans þessa ákvörðun þar sem brýnni verkefni muni sitja á hakanum vegna þessa.
Fram kemur á fundum að unnið er að deiliskipulagsbreytingu miðbæjarins en til stendur að stækka lóðina Hafnargötu 7 og skipta í tvær lóðir. Bílastæðum verður einnig breytt. Við Móholt er búið að samþykkja deiliskipulagsbreytingu á þann veg að heimilt verður að byggja 2-4 íbúðir í stað tveggja.

Sjá nánar í fundargerðum Stykkishólmsbæjar hér!