Beint lýðræði hjá ungmennum

ungmennarad-vef-2Breyting varð á starfsemi ungmennaráðs Stykkishólmsbæjar nýverið. Nú starfar ráðið sem beint lýðræði þar sem raddir allra heyrast jafnt. Áður voru fulltrúar í ráðinu. Öll ungmenni á aldrinum 13-20 ára eru því í ráðinu og velkomin á fund. Þannig má tryggja að sjónarmið allra sem vilja leggja eitthvað til málanna heyrist.

Þessi breyting á starfsemi ráðsins kemur frá tillögu Agnesi Helgu Sigurðardóttur, íþrótta- og tómstundarfulltrúa. Var það gert til að virkja ráðið sem legið hefur í nokkurskonar dvala undanfarið.

Fyrsti fundurinn var haldinn sunnudaginn 20. nóvember sl. og mættu 12 ungmenni á fundinn. Fóru þau yfir barnasáttmálann og almenn fundarstörf.

Þau ræddu um það sem vel er gert í málefnum ungmenna í bænum og einnig það sem betur mætti fara, voru krakkarnir sammála um að margt væri vel gert en einnig að margt mætti laga. Þar bar hæst að þeim fannst íþrótta- og æskulýðsstarf gott en öll aðstaða til þess léleg.ungmennarad-vef-1

Þá skoraði ráðið á bæjarfirvöld að bera undir ráðið öll málefni er snúa að ungmennum í framtíðinni. Þannig gætu ungmenni látið skoðanir sínar í ljós hvað varðar málefni þeirra.

Hægt verður að fylgjast með ungmennaráðinu á Snapchat undir notandanafninu ungmennisth. Þar munu þau setja inn hugleiðingar sínar og skoðanir á málefnum sem tengjast þeim.

Næsti fundur ráðsins verður sunnudagskvöldið 11. desember.