Breytingar hjá Arion banka

img_5043

Íbúar hafa ugglaust tekið eftir breytingum hjá Arion banka í Stykkishólmi. Kjartan Páll Einarsson, fyrrum útibússtjóri, er farinn og í hans stað var Aðalbjörg A. Gunnarsdóttir ráðin. Hún var áður þjónustustjóri í Grundarfirði og tók auk þess við stjórn útibúsins í Búðardal. Það eru því þrjár afgreiðslur sem heyra undir Snæfellsnesútibú en áður voru það Grundarfjörður og Stykkishólmur.

Fyrir síðustu helgi var starfsmaður til 40 ára leystur frá störfum. Auk þess eru tveir starfsmenn í leyfi frá störfum og eru því aðeins tveir starfsmenn í Stykkishólmi þar sem áður voru sex. Samkvæmt Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, er fyrirhugað að ráða starfsmann til útibúsins, a.m.k. tímabundið. Engar ákvarðanir um frekari mannabreytingar liggja fyrir.