Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Byggingarfulltrúar í Grundarfirði og Stykkishólmi

Gunnar Sigurgeir Ragnarsson
Gunnar Sigurgeir Ragnarsson

Eins og kunnugt er þá voru störf Skipulags- og byggingarfulltrúa í Stykkishólmi og Grundarfirði auglýst laus til umsóknar í haust og var sú ákvörðun tekin að hætta þar með þáverandi samstarfi um þetta embætti á milli sveitarfélaganna.  Á endanum sóttu þrír um starfið hér í Stykkishólmi en sjö um starfið í Grundarfirði.  Sigurbjartur Loftsson var ráðinn hér í Stykkishólmi en Gunnar Sigurgeir Ragnarsson í Grundarfirði.  Gunnar er húsasmíðameistari og  menntaður byggingarfræðingur B.Sc. frá Vitursbering Horsens í Danmörku. Reiknað er með að hann komi að fullu til starfa í Grundarfirði eftir 2-3 vikur.