Danskir dagar 2013

Í ár verða danskir dagar haldnir helgina 16. – 18. ágúst n.k. Ungmennafélagið Snæfell heldur utan um hátíðina að þessu sinni og í fréttatilkynningu frá félaginu segir að hátíðin verði haldin með mjög svipuðu sniði og áður þó verður bryddað upp á þeirr nýbreytni að brekkusöngur verður bæði föstudags- og laugardagskvöld.

Fréttatilkynning frá Ungmennafélaginu Snæfell Stykkishólmi

Daganna 16-18 ágúst 2013 verða Danskir Dagar haldnir í Stykkihólmi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Það er ósk Hólmara að fjölskyldur og vinir Stykkishólms fjölmenni á hátíðina sem haldin verður með mjög svipuðu sniði og undanfarin ár. Sú nýbreyttni verður að brekkusöngur verður föstudags- og laugardagskvöld hátíðargestum að kostnaðarlausu.

Dagskráin verður auglýst þegar nær dregur að helginni. Hægt verður að fylgjast með fram að helginni hvað verður í boði á facebooksíðu Danskir Dagar 2013

Tjaldstæðið er glæsilegt og munu bæjarbúar taka gestum opnum örmum.

Fyrir hönd Danskra Daga 2013, Ungmennafélagið Snæfell