Drög að áætlun um uppbyggingu á ferðamannastöðum

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti drög að áætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, um land allt, til verndar náttúru og menningarminjum. Þar má finna forgangsröðun verkefna sem ráðlagt er að ganga í árið 2017.

Mörg verkefni eru á áætlun um land allt og er meðal þeirra stærstu Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi.

Smærri verkefni s.s. bílastæði, göngupallar og salernisaðstöður dreifast um land allt og eru í samræmi við álag á fjölsótta staði. Þá er einnig stefnt að aukningu í landvörslu.

Í drögunum stendur: „Álag á náttúru- og menningarminjar er orðið slíkt, að það kallar á sérstakar aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að tryggja vernd þessara minja og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra.” Er þarna átt við mikla fjölgun ferðamanna hér á landi auk vaxandi sóknar Íslendinga í hvers kyns útivist.

Sem dæmi um framkvæmdir á Snæfellsnesi árið 2017 má nefna verndaraðgerðir við Arnarstapa, Dritvík og Hlegafell og öryggismál við ströndina við Stapa og Hellna. Þá er viðhald, uppbygging og öryggismál nefnt við Kirkjufellsfoss en mikill fjöldi ferðamanna hefur safnast þar saman undanfarið.

Drögin má lesa hér og er Vesturlandskaflinn á síðu 13.