Eitt augnablik

IMG_6269Um helgina hefst aðventa, en fyrsti sunnudagur í aðventu er n.k. sunnudag. Kór Stykkishólmskirkju heldur sína aðventutónleika á laugardaginn og er þá aðeins eitt augnablik í aðventuna! Að þessu sinni verða tónleikarnir kl. 17. Sérstakur gestur á tónleikunum er stórsöngvarinn Þór Breiðfjörð. Þór mun flytja nokkur lög af nýja jóladisknum sínum sem er að koma út þessa dagana auk þess að flytja nokkrar perlur með kórnum. Aðrir gestir kórsins eru þau Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari og Símon Karl Sigurðarson klarinettuleikari. Stjórnandi er eftir sem áður László Petö. Kórfélagar munu skreyta kirkjuna og bjóða upp á molasopa og smotterí með í hléi. Þá gefst gestum einnig tækifæri til að kaupa geisladiska bæði af Kórnum og Þór, jólapappír og kerti. Posi verður á staðnum og rennur ágóði af tónleikunum í ferðasjóð kórsins.

sp@anok.is