Er veðrið að hafa einhver áhrif?

Á kjörstað í Stykkishólmi um kl. 17 í dag var rigning og farið að skyggja.  Þá höfðu um 400 manns kosið og er það um 100 færri en á sama tíma dags fyrir þremur árum. 812 eru á kjörskrá nú og er það sami fjöldi og í síðustu kosningum til Alþingis.

17-juni-2015-1-3Þegar blaðamaður var á ferðinni á kjörstað var Menja von Schmalensee á leiðinni inn til að kjósa glaðbeitt á svipinn.  Þetta er í fyrsta sinn sem hún má kjósa á Íslandi og nýtir kosningaréttinn í fyrsta skipti hér í Stykkishólmi.

Í kosningakaffi Framsóknarmanna í Freyjulundi var kátt á hjalla.  Gestgjafarnir Guðbjörg og Guðbrandur í Framsóknarfélagi Stykkishólms tóku vel á móti gestum, með veitingum sem vel hefðu sómt sér í hvaða fermingarveislu sem er.   Siggi Palli, þriðji maður á lista Framsóknar í NV-kjördæmi og líklega eini Hólmarinn og Snæfellingurinn sem á möguleika á að komast á þing sagðist hlakka til að fara á þing ef úrslitin yrðu þannig, hinsvegar væri sjóstakkurinn líka alveg klár á næsta snaga.