Ertu 55 ára karlmaður?

Lionsklúbbarnir hér í Stykkishólmi í samstarfi við HVE tóku höndum saman fyrir ári síðan og buðu upp á ókeypis ristilspeglun. Bréf þessa efnis hafa verið send út og er kallað eftir skráningum í ristilspeglun hjá einstaklingum fæddum árið 1960 í Stykkishólmi og Helgafellssveit. Viðkomandi þarf að hafa samband við heimilislækni á HVE í Stykkishólmi og óska eftir tímapöntun í ristilspeglun. Útlagðan kostnað, á frátöldum ferðakostnaði, vegna speglunar greiðir viðkomandi en fær endurgreitt hjá Lions. Allar frekari upplýsingar um þetta veita Gunnlaugur Auðunn Árnason í sími 894 4664
Kristín Víðisdóttir sími 849 2526.

sp@anok.is