Eyjar

Ingibjörg Helga Ágústsdóttir opnaði sýningu á tréskurðarverkum sínum s.l. laugardag í vinnustofu sinni í Tang & Riis húsinu. Þema sýningarinnar var eyjur er þar unnið með eyjur á Breiðafirði ekki síður en kvenmannsnöfnin. Altaf gaman að koma í vinnustofu Ingibjargar og skoða verk hennar sem hafa yfir sér þjóðsagnakenndan og æfintýralegan blæ. Fastir opnunartímar verða í vinnustofunni miðvikudaga til föstudaga frá kl. 15:00 til 17:00 og á laugardögum frá kl. 13:00 til 17:00 og síðan er hægt að hafa samband þess fyrir utan. Ingibjörg er einnig með heimasíðuna www.bibi.is og þar er hægt að nálgast upplýsingar.