Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Fasteignamat hækkar um 4,38% á Snæfellsnesi

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,8% frá yfirstandandi ári og verður 6.293 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2017 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 94,6% eigna en lækkar á 5,4% eigna frá fyrra ári. Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2016. Það tekur gildi 31. desember 2016 og gildir fyrir árið 2017. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 1. september 2016

Sé Snæfellsnes skoðað lauslega þá er hækkun frá 2,2% – 9,1% á fasteignamati þeirra fimm sveitarfélaga sem hér eru.

Annarsvegar eru breytingar á fasteignamati og hinsvegar landmati:

Breytingar á mati                      fm%    lm%
Eyja- og Miklaholtshreppur   2,2%   4,7%

Grundarfjarðarbær                  5,1%    9,8%

Helgafellssveit                          2,4%    4,8%

Snæfellsbær                               3,1%    8,2%

Stykkishólmur                           9,1%    13,3%

Reykjavík                                   10,0%  10,4%

Samtals landið                          7,8%    8,0%

Sjá nánar: http://www.skra.is/fasteignaskra/fasteignamat-2017/