Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Ferðir Strætó raskast vegna verkfalls

Í fréttatilkynningu frá Strætó kemur fram að einhver röskun verði á ferðum á landsbyggðinni.  Leiðin frá Borgarnesi á Snæfellsnes virðist þó ekki falla þar undir og munu ferðir verða skv. áætlun á þeirri leið.

Margar ferðir Strætó á landsbyggðinni falla niður vegna verkfalla

Komi til boðaðra verkfalla aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands falla niður ferðir á eftirtöldum leiðum Strætó á verkfallsdögum:

  • Allar ferðir á leiðum 51,56,72,73,74, 75,78 og 79
  • Flestar ferðir á leið 57. Undantekningar eru ferðirnar í töflunni hér að neðan.

Boðaðir verkfallsdagar eru eftirfarandi

  • 30. apríl: frá kl 12:00 á hádegi til miðnættis.
  • 6. maí: allur dagurinn.
  • 7. maí: allur dagurinn.
  • 19. maí: allur dagurinn.
  • 20. maí: allur dagurinn.
  • 26. maí: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.
Leið 57-Ferðir sem verða eknar
Brottför Frá Koma Til
07:05 Reykjavík 08:21 Akraness
08:30 Akranes 09:24 Reykjavíkur
12:15 Reykjavík 13:11 Akraness
13:15 Akranes 14:09 Reykjavíkur
15:30 Reykjavík 16:53 Borgarness
17:00 Borgarnes 18:21 Reykjavík
18:30 Reykjavík 19:53 Borgarness
20:20 Borgarnes 21:41 Reykjavíkur