Fleiri móðurmál kennd í grunnskólanum


Samið hefur verið við Agnieszku Imgront tungumálakennara um að koma og kenna nemendum við Grunnskólann í Stykkishólmi tvisvar í viku í vetur. Nemendur sem hafa pólsku sem annað mál hafa val um að mæta.