Framgangur í starfi

IMG_7315-2Í sumar tilkynnti Háskóli Íslands um starfsmenn skólans sem hlutu í ár framgang í starfi. Jón Einar Jónsson forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi var einn af þeim sem hlaut framgang í starf vísindamanns við HÍ. Staðan er sambærileg við starfsheitið prófessor við deildir skólans.
Akademískir starfsmenn háskólans geta samkvæmt reglum skólans sótt um framgang í starfi fyrir 1. nóvember ár hvert. Er það í höndum sérstakrar framgangsnefndar að leggja mat á umsóknirnar að fengnu áliti dóm- og framgangsnefnda fræðasviðanna og forseta þeirra.
Það er afar mikilvægt að akademískt starfsfólk rannsóknasetra háskólans búi við þær aðstæður að þeir geti notið framgangs rétt eins og aðrir kollegar þeir við skólann.
Árangur Jóns Einars er afar gleðilegur og hvetur áfram til góðra verka til eflingar starfs Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi. Framgangur hans í starfi er viðurkenning á framlagi Jóns Einars til vísindanna og ekki sjálfsagður þar sem hörð samkeppni ríkir um vettvangs birtinga rannsókna og um styrki til rannsókna.
Jón Einar er annar starfsmaðurinn innan rannsóknasetra Háskóla Íslands sem hefur hlotið framgang í starf vísindamanns. Það sýnir að umhverfi rannsóknasetranna er ákjósanlegur vettvangur til rannsókna.