Framtíðarsýn fyrir Vesturland

ssvRúmlega sjötíu íbúar af Vesturlandi komu sama til fundar í Hjálmakletti í Borgarnesi í gær til að móta framtíðarsýn fyrir Vesturland. Þær Björg Ágústsdóttir og Matthildur Elmarsdóttir ráðgjafar hjá Alta stýrðu fundinum sem var gagnlegur og árangursríkur, að sögn SSV. Fundarmenn störfuðu í 11 hópum og unnu með spurningar um framtíðarsýn, markmið og aðgerðir fyrir Vesturland.
Alta mun ásamt starfsfólki SSV vinna úr þeim hugmyndum og tillögum sem fram komu á fundinum og er ráðgert að tillaga að framtíðarsýn Vesturlands muni liggja fyrir í lok júní. Þessi vinna er hluti af Sóknaráætlun Vesturlands, en samningur um hana var undirritaður snemma á þessu ári.
sp@anok.is