Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Frumsýnt á Reitarvegi

3Y6A8854 3Y6A8857 3Y6A8861

Leikfélagið Grímnir frumsýndi leikverkið Beðið í Myrkri s.l. þriðjudagskvöld í Rækjunesi á Reitarveginum við góðar undirtektir gesta og fullsetnum sal. Mikið var klappað í lok leikrits og kunnu áhorfendur vel að meta sýninguna. Fram kom í máli leikstjórans Hinriks Þórs Svavarssonar að hann vonaði að þetta leikhúsrými væri komið til að vera því möguleikarnir væru óteljandi. „Leikhússtjórinn“ Sigurjón Jónsson í Skipavík kom með teppi með sér á sýninguna var ánægður og sagði í lok sýningar að nú þyrfti bara að halda áfram með þróun og uppbyggingu á húsnæðinu, þetta væri bara byrjunin.
sp@anok.is