Fyrirtæki á Vesturlandi eru bjartsýn

Í Glefsu sem SSV birtir í dag kemur fram þegar dregnar eru saman niðurstöður úr fyrirtækjakönnun sem gerð var meðal fyrirtækja á Vesturlandi s.l. haust.  Tæplega fjórðungur fyrirtækja á Vesturlandi telja að starfsmönnum þeirra eigi eftir að fjölga lítið eitt á næstu mánuðum.  90% fyrirtækja á Snæfellsnesi telja að starfsmönnum muni fjölga eða standa í stað á næstu mánuðum. 30% fyrirtækja á Snæfellsnesi telja að þau eigi eftir að fjárfesta á næstu 12 mánuðum á meðan meðaltalið yfir landshlutann er 22%, bjartsýnin er því enn meiri hér í þessum flokki.  85% fyrirtækja á Snæfellsnesi telja að heildartekjur fyrirtækja á svæðinu eigi eftir að batna á milli rekstraráranna. 73% fyrirtækja á Snæfellsnesi telja að aðstæður í efnahagslífinu eigi eftir að verða betri eða óbreyttar eftir 12 mánuði.

SSV-Glefsa