Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Glaður

3Y6A7934Það var hásjávað í höfninni í gærmorgun þegar rúnturinn var farinn. Óvenju mikið var af skipum og bátum í höfn enda þorskveiðibann í gildi flestir bátar við bryggju. Það er gaman að velta fyrir sér nafngiftum báta. Sumir bera kvenmannsnafn aðrir karlmannsnafn og enn aðrir kenndir við örnefni. En svo eru aðrir sem eru kenndir jafnvel við tilfinningar eins og báturinn Glaður.