Guðríðar Þorbjarnardóttur minnst 19. júní

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Soroptimistaklúbbur Snæfellsness standa fyrir gönguferð um æskuslóðir Guðríðar Þorbjarnardóttur þann 19. júní. Ferðin er í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt en Guðríður er verðugur fulltrúi þeirra. Hún ólst upp á Laugarbrekku við Hellna, sigldi ung til Grænlands og þaðan til Vínlands. Seinna á ævinni gekk hún suður til Rómar en síðustu árin bjó hún í Skagafirði. Gengið verður um Laugarbrekku og rætt um uppvöxt hennar og ævi. Ferðin byrjar kl. 20 og stendur í um tvo tíma. Leiðsögumenn verða Sæmundur Kristjánsson og Ragnhildur Sigurðardóttir.