Gullni hringurinn

Það sem af er árinu hefur hvert metið af öðru verið sett í fjölda ferðamanna sem koma til Íslands og ferðast um landið landið og þ.m.t. Stykkishólm. Allt miðar að því að lengja ferðamannatímann og helst að dreifa fjöldanum yfir lengri tíma. Í síðustu viku var undirrituð á ferð um Gullna hringinn (Þingvellir, Gullfoss og Geysir) og var talsverður fjöldi af ferðamönnum þar á ferð. Búið var að fjarlægja vörturnar á Mosfellsheiði og merkja og girða af.

hofn-2

Ekki annað að sjá en ferðamenn virtu það. Mikið af hjólreiða- og göngufólki var á ferðinni og brá samferðafólki mínu í brún þegar keyrt var framhjá einum slíkum hóp á Gullna hringnum að ganga örna sinna, svo allir sem leið áttu fram hjá sáu til! Fjölmargar rútur voru á ferðinni og einkabílatraffík talsverð. Við veltum því fyrir okkur af hverju margir bílanna voru númera-
lausir að framan! Áttuðum okkur á því að sennilega væru leigutakar bílaleigubílanna að verki og sæju sér leik á borði að verða ekki gómaðir á hraðamyndavélunum! Við Gullfoss og Geysi var áberandi hversu margir ferðalangar voru uppteknir við að taka sjálfsmyndir – stundum við vafasaman aðstæður. Heilt yfir stóð þó náttúra Íslands vel fyrir sínu þó full þörf sé á að fara gætilega um – því ummerki mannsins eru svo greinileg.