Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Hænsabú í skógi

Í nýræktinni er, skv. heimildarmönnum Stykkishólms-Póstsins fyrir nokkru síðan, risið hænsabú í landi skógræktarinnar.  Það er sjálfsagt gott og blessað enda hænsn gleðigjafar fyrir marga.  Það sem hinsvegar vekur furðu er að nýbbyggingar rísi þarna vegna þess að skipulagsmál þarna í kring og þá sérstaklega það svæði sem frístundabyggðin hefur blómstrað hefur verið í nokkurs konar frosti þar sem nefndir bæjarins hafa fjallað um málin síðan 2006 og enn virðist ekki komin niðurstaða í málin.

Í nýræktinni er, skv. heimildarmönnum Stykkishólms-Póstsins fyrir nokkru síðan, risið hænsabú í landi skógræktarinnar.  Það er sjálfsagt gott og blessað enda hænsn gleðigjafar fyrir marga.  Það sem hinsvegar vekur furðu er að nýbbyggingar rísi þarna vegna þess að skipulagsmál þarna í kring og þá sérstaklega það svæði sem frístundabyggðin hefur blómstrað hefur verið í nokkurs konar frosti þar sem nefndir bæjarins hafa fjallað um málin síðan 2006 og enn virðist ekki komin niðurstaða í málin.  Í febrúar s.l. var fjallað um Drög að samþykkt um nýrækt og frístundabúskap í Stykkishólmi á fundum Skipulags- og byggingarnefndar og Umhverfisnefndar en ekki er að sjá að þau hafi verið samþykkt.  En fleiri nefndir koma þarna að eins og Landbúnaðarnefnd, Rætkunarfélagið og Nýræktarfélag – auk skógræktarinnar sem hefur landið á leigu af Stykkishólmsbæ.  Deiliskipulagsvinnu um svæðið er ólokið og virðist flækjustigið vera nokkuð.  Þróun þessa svæðis sem er ein af útivistarperlum bæjarbúa og ferðamanna er mikilvæg og laðar bæði skógur og dýrahald fólk að.  Það er óskandi að þeir bæjarbúar sem áhuga hafa á frístundabúskap hafi aðgang að svæðinu til slíks áður en langt um líður og að afgreiðsla umsókna af því tagi fari í gegnum gangsæja stjórnsýslu  og taki ekki langan tíma til afgreiðslu.