Hanna tilnefnd til hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands

hanna_jons
Mynd af Facebook síðu Félags- og skólaþjónustu Snæfellsness

Hanna Jónsdóttir þroskaþjálfi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga var ein af þremur sem hlaut tilnefningu Öryrkjabandalags Íslands í flokki einstaklinga. Hanna var tilnefnd fyrir frumkvöðlastarf í þágu fatlaðs fólks í Stykkishólmi. Aðrir sem tilnefndir voru í þessum flokki voru Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þroskahjálpar fyrir störf í þágu fólks með þroskahömlun og aðstandenda þeirra og Karl Þorsteinsson – fyrir sjálfboðastörf í þágu fatlaðs íþróttafólks.

3. desember er alþjóðadagur fatlaðs fólks og eru hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands veitt í tíunda sinn í Hörpu. Megintilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.

 

Meira á vef ÖBÍ