Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Hreyfing á starfsfólki

Talsvert er auglýst af lausum störfum hér í Stykkishólmi.
Má þar m.a. nefna störf hjá Lögreglunni, Dvalarheimilinu, Stykkishólmsbæ og Arion banka.
Skv. Upplýsingum frá Aðalbjörgu Gunnarsdóttur útibússtjóra Arion banka þá er úrvinnsla umsókna í gangi vegna starfs sem auglýst var 13. júlí. Þrjú stöðugildi eru við bankann og vantar að manna tvö þeirra.
Fjórar umsóknir bárust um stöðu yfirmanns tæknideildar Stykkishólmsbæjar og er verið að vinna úr þeim umsóknum hjá bænum. Nýr forstöðumaður Amtsbóksafns kemur til starfa 1. september n.k.
Nýr íþrótta- og tómstundafulltrúi Stykkishólmsbæjar hefur tekið til starfa og heitir Gissur Ari Kristinsson.

am/frettir@snaefellingar.is