Hringnum lokað í Stykkishólmi

Að lokinni undirritun. Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, Magnús Jónsson varaforseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, Eggert Kjartansson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, Kristín Björg Árnadóttir forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Hilmar Hallvarðsson varaoddviti Helgafellssveitar, Ásdís Árnadóttir fulltrúi Heimilis og skóla, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar.
Að lokinni undirritun. Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, Magnús Jónsson varaforseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, Eggert Kjartansson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, Kristín Björg Árnadóttir forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Hilmar Hallvarðsson varaoddviti Helgafellssveitar, Ásdís Árnadóttir fulltrúi Heimilis og skóla, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar.

Í gær var undirritaður þjóðarsáttmáli um læsi í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Menntamálaráðherra, fulltrúar sveitarfélaga á suðurfjörðum Vestfjarða og Snæfellsnesi og fulltrúi Heimilis og skóla undirrituðu þjóðarsáttmála um læsi. Við það lokaðist hringurinn um landið en Stykkishólmur var síðasti áfangastaður ráðherra af þessu tilefni. Þjóðarátakið er samvinna ráðuneytisins, sveitarfélaga og skóla og er markmiðið að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun. Við undirritunina var hringnum lokað með táknrænum hætti en undirskrift ráðherra, fulltrúa Heimilis og skóla auk fulltrúa sveitarfélagsins var rúllað upp á lítinn miða og stungið ofan í stílfært kort af Íslandi og innsiglað inni í kortinu. Kortið hefur verið á ferðalagi í föruneyti ráðherra en landshlutarnir voru sameinaðir fyrst nú og landið varð þannig að einni heild. Listaverkinu verður að sögn ráðherra komið fyrir á góðum og áberandi stað nú þegar hringnum hefur verið lokað. Að undirskrift og ræðuhöldum loknum tók Ingó veðurguð lagið með skólabörnunum sem voru viðstödd athöfnina.

Fleiri myndir: