Hvar er húfan mín?

Verðlaunaskotthúfa 2014
Verðlaunaskotthúfa 2014
Verðlaunaskotthúfa 2014
Verðlaunaskotthúfa 2014

Hvar er húfan þín? Hvernig er hún á litinn? Prjónuð, hekluð, saumuð, ofin? Með skotti? Í fyrra var blásið til skotthúfukeppni á samnefndri þjóðbúningahátíð hér í Stykkishólmi. Fallegar húfur bárust og gátu gestir kosið sína uppáhaldshúfu og dómnefnd valdi síðan sína uppáhaldshúfu. Verðlaunahúfur! Aftur verður blásið til skotthúfukeppni og hafa aðferðir við húfgerð verið gefnar alveg frjálsar! Skila þarf húfum í Norska húsið fyrir 16. júlí n.k.