Hver er á myndinni?


Undirbúningur vegna afmælis Leikskólans í Stykkishólmi stendur nú semt hæst og má þess glöggt sjá merki á Facebook síðu afmælisins, en þar eru komnir á dagskrá viðburðir í tengslum við afmælið og ljóst að þar er eitthvað fyrir alla á boðstólum. Óskað hefur verið eftir myndum úr fórum bæjarbúa og hefur komið talsvert af myndum sem sumar hverjar rata beint inn á Facebooksíðuna. Hafa skapast umræður um þær og hverjir eru á þeim. Enn streyma inn myndir og myndbönd sem gerð verða skil í afmælisvikunni sem endar með afmælishátíð í sal Tónlistarskólans og er þar m.a. von á Forseta Íslands og eiginkonu hans vegna hátíðahaldanna. Myndir má koma með á Leikskólann, eða senda í tölvupósti á leikskoli@stykkisholmur.is eða jafnvel koma þeim á framfæri í gegnum