Hvernig fer leikurinn í kvöld?

Nemendur á blaðamannanámskeiði sem nú stendur yfir í Stykkishólmi fóru í gönguferð um verslunarhverfið í Stykkishólmi og spurðu nokkurra spurninga.  Fyrsti spurning var um leik kvennnaliðs Snæfells við Skallagrím sem hefst innan skamms og voru eftirfarandi spurðir út það hvernig leikurinn færi.

Eydís Eyþórsdóttir:

Nú spyrðu stórt, drengur! Ég hugsa að Snæfell hafi þetta í kvöld.. Þetta verður erfitt því þær töpuðu fyrsta leiknum fyrir Skallagrími.  Ég hugsa að hann fari 67-63 fyrir Snæfell.

Guðlaug Ágústsdóttir:

Stelpurnar vinna örugglega. Giska á 102 á móti 80 stigum hjá hinu liðinu.

Halldór Jóhannes Kristjánsson:

Snæfell vinnur.

Guðrún Gunnlaugsdóttir:

Vona að Snæfell vinni.  

Sigríður Sóley Þorsteinsdóttir:
Snæfell vinnur.