Íbúafjöldaþróun á Vesturlandi

Samkvæmt tölum hjá Hagstofunni hefur Vestlendingum fjölgað allverulega og hafa ekki verið fleiri síðan 2009. Þessar tölur gefa til kynna að íbúar á Vesturlandi séu núna 15.766. Fjölgar þá um 200 einstaklinga frá árinu 2015. Mesta fjölgun virðist vera í Akraneskaupstað en þar búa nú 6.908 manns. Önnur sveitarfélög sem bæta við sig íbúum síðan 2015 eru Borgarbyggð, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær. Íbúum hinna sveitarfélaganna (Skorradalshreppur, Hvalfjarðarsveit, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær og Dalabyggð) fækkar.

Sé litið á tölur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2016 sést að íbúar eru 1.113, ekki hafa verið fleiri íbúar síðan árið 2007 en þá voru íbúar 1.142.

Í dag eru karlar í Stykkishólmi 560 talsins og konur 553. Þ.a. eru tveir karlmenn yfir 100 ára.

Eftir aldursskiptingu er stærsti hópur íbúa 20-24 ára eða 94 (53 karlar og 41 kona). Það er hlutfallslega yfir landsmeðaltalinu, sérstaklega hjá körlum.

Miðað við landið allt er hópur karla á aldrinum 40-44 ára mjög fámennur, einungis 22.

Tölur þessar um íbúafjöldaþróun má finna á vef Byggðastofnunnar og eru frá Hagstofu Íslands. Þær miða við 1. janúar ár hvert.