Jól í skókassa

img_5223Þriðjudaginn 1. nóvember sl. var móttaka á skókössum fyrir verkefnið Jól í skókassa í Stykkishólmskirkju. Verkefnið lýsir sér þannig að börn og fullorðnir setja ýmsa hluti í skókassa s.s. leikföng, ritföng, vettlinga, sokka, hreinlætisvörur og sælgæti. Úr þessu verða svo jólapakkar til barna sem búa í stríðshrjáðum löndum, búa við mikla fátækt, hafa lent í náttúruhamförum eða glíma við sjúkdóma. Í ár verða skókassarnir sendir til þurfandi barna í Úkraínu þar sem erfitt ástand ríkir í austurhluta landsins.img_5228

Eins og sjá má á myndum var vel mætt hjá bæði börnum og fullorðnum sem gæddu sér á veitingum og pökkuðu inn gjöfunum.