Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Jól í stofunni

thor-breeidfjordSöngvarinn góðkunni, Þór Breiðfjörð sem á rætur að rekja hingað til Stykkishólms stendur í stórræðum þessa dagana. Hann er að leggja lokahönd á nýjan jóladisk sem ber heitið Jól í stofunni og hefur að geyma vel þekkt jólalög auk tveggja glænýrra laga og er hann sjálfur höfundur annars af nýju jólalögunum. Eins og svo mörg verkefni um þessar mundir, þá er diskurinn fjármagnaður í gegnum Karolina Fund og er hægt að hlusta á sýnishorn á vefnum þar. Auk þess sem hægt er að leggja inn pöntun fyrir diskinum á vefnum. Þór verður sérstakur gestur á aðventutónleikum Kórs Stykkishólmskirkju 28. nóvember n.k. og verður væntanlega með diskinn í fararteskinu fyrir áhugasama. Boðið er upp á nokkrar leiðir til að leggja verkefni Þórs lið á Karolina Fund og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér það nánar.

 

sp@anok.is