Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Jól!

MP900446398Nú fer að styttast í aðventuna og þá eru þeir forsjálustu farnir að huga að jólagjafakaupum. Margir gera sína jólaverslun á netinu í verslunum á Íslandi ekki síður en erlendis. Það er hið besta mál að hafa möguleikana með nýjustu tækni, hitt er þó nauðsynlegt að hafa í huga að til að verslun þrífist í heimabyggð þá þarf auðvitað að beina viðskiptum sínum þangað. Við erum heppin hér í Stykkishólmi – við getum valið um margar verslanir þegar kemur að jólagjöfum eða annarri gjafavöru fyrir hátíðleg tilefni. En um leið og skorað er á bæjarbúa að styðja verslun í heimabyggð þá er ekki úr vegi að skora einnig á fyrirtæki og opinbera aðila hér að beina einnig viðskiptum sínum til fyrirtækja í bænum og styðja þannig við fjölbreytt atvinnulíf.
Vöruframboð hér í Stykkishólmi verður að venju fjölbreytt og hver veit nema nýjar vörur líti dagsins ljós á næstu vikum sem tengjast Stykkishólmi sérstaklega.

sp@anok.is