Jólagjafahandbókin komin út

15027509_1792489881031469_5188016371954596450_nJólagjafahandbók Snæfellsness 2016 fylgir með Stykkishólms-Póstinum þessa vikuna. Í fyrra kom út samskonar handbók sem innihélt jólagjafahugmyndir frá fyrirtækjum og verslunum Stykkishólmi. Vel var tekið í þá handbók og var því ákveðið að færa út kvíarnar og hafa allt Snæfellsnesið með í ár.

Í handbókinni má finna tillögur frá fyrirtækjum, verslunum, ferðaþjónustuaðilum og matsölustöðum fyrir jólagjafir. Af nógu er að taka og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Vonast er til þess að þetta muni skapa meiri samgang á milli sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Viðtökur voru góðar og er Jólahandbók Snæfellsness komin til að vera. Hönnun og uppsetning var í höndum Anok margmiðlunnar ehf. Það er einlæg von okkar hjá Anok að lesendur fletti nú vandlega og skoði gaumgæfilega hvað sé í boði, enda fór mikil vinna í að hanna bæklinginn og hefta.