Mynd: Drammen kommune

Jólatré frá Drammen á leið til Stykkishólms

Fyrir nokkrum dögum síðan var skv. 30 ára venju í sögu Drammen, vinabæjar Stykkishólms í Noregi, fellt jólatré til að Stykkishólmi að gjöf.  Norðmenn vanda sig bæði vel við val á trjám og ekki síður við fellingu trjánna, en auk þess að senda til  Stykkishólms senda þeir einnig tré til Kiel í Þýskalandi.

Vel er passað upp á greinabygging þessara trjáa sé falleg og hvergi sé brotin grein.  Þegar valin hafa verið tré er farið í það að fella þau og þá þarf að vanda til, svo ekki brotni neitt af greinunum.  Trén eru þegar farin af stað í sína fyrstu og síðustu utanlandsferð áleiðis til Stykkishólms og Kiel og verða tendruð þar á næstu vikum.