Júlíana – En hvað ÞAÐ var skrýtið

Júlíönuhátíðin var sett í gærkveldi í Vatnasafninu og var vel mætt á setninguna. Þar flutti Ellert Kristinnson tölu, nemendur Tónlistarskóla Stykkishólms flutti frumsamið verk, Koss við foss, Helga Sóley Ásgeirsdóttir flutti ljóð og loks var Bjarki Hjörleifsson heiðraður fyrir gott starf á sviði leiklistar í Stykkishólmi, þó ungur sé.

Í dag föstudag var mikið fjör í gömlu kirkjunni í Stykkishólmi en rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hitti grunnskólakrakkana þar og sagði þeim frá bókunum, framhaldinu og ýmsu öðru.  Mikil gleði var í nemendahópnum með þessa góðu heimsókn.  Kl. 15 var sýning á persónum úr bók Gunnars, Mamma klikk, unnin af nemendum í 6. bekk GSS opnuð í Amtsbókasafninu.