Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Kaffi, konfekt og klarinettur

10633323_10204613052150457_6198604025573840906_oSýningarsalurinn í Stykkishólms-kirkju verður opinn um helgina frá kl. 17-19 og verður heitt á könnunni og konfekt á boðstólum. Leiðsögn um sýninguna og kirkjuna í boði. Tónleikar verða næst í kirkjunni fimmtudaginn 18. ágúst þegar söngkonan Hanna Dóra Sturludóttir kemur fram með klarinettutríóinu Chalumeaux skipað þeim Ármanni Helgasyni, Kjartani Óskarssyni og Sigurði I Snorrasyni. Á efnisskránni eru aríur eftir Mozart, Bach ofl. og íslensk sönglög sem útsett eru fyrir klarinetturnar og söngrödd.

frettir@snaefellingar.is