Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Karfan að komast á fullt

S.l. helgi kláraðist keppni í fyrirtækjabikarkeppni KKI og urðu Haukar Lengjubikarmeistarar í kvennaflokki og Stjarnan í flokki karla.
Á sunnudaginn næstkomandi verður mikil körfuboltaveisla í Stykkishólmi þegar æfingaleikir karlaliða Snæfells og ÍR spila kl. 14 Klukkan 16.30 leika karlalið KR og Stjarnan um titilinn meistarar meistaranna og kl. 19:15 mæta svo kvennalið Snæfells og Grindavíkur til að spila um sama titil.
Í næstu viku hefst svo íslandsmótið og er fyrri leikurinn hjá stelpunum okkar í Snæfelli miðvikudaginn 14. október við Hamar í Hveragerði. Daginn eftir heimsækja strákarnir Hauka í Schenkerhöllinni í sínum fyrsta leik í mótinu. Fyrstu heimaleikir okkar fólks verða 17. og 18. október þegar stelpurnar mæta Stjörnunni og strákarnir Haukum.
Það er því best að fara að þvo rauðu fötin og gera klárt í leikina og hvetja okkar lið: Áfram Snæfell!

sp@anok.is