Kvennahlaupið

kvennahlaup_2015_logoLaugardaginn 13. júní nk. kl. 11 fer fram Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ hér í Stykkishólmi og yfir 100 öðrum stöðum hérlendis og erlendis. Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Konur eru hvattar til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum. Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni og eru þrjár vegalengdir í boði, 3, 5 og 7 km. Forskráning fer fram í Heimahorninu á opnunartímum. Frítt verður í sund fyrir þáttakendur hlaupsins að loknu hlaupi.