Leitir og réttir í ágætisveðri

S.l. helgi var réttað víða í á landsbyggðinni og meðal annars í Arnarhólsrétt við Skjöld. Ágætis veður var bæði laugardag og sunnudag og fjölmennt í réttum af fé og fólki. Eins og við sögðum frá í síðustu viku verður talsvert mikið færra af fé á næsta ári en fyrirséð fækkun fjár er um 5-600. Að venju var boðið upp á kjötsúpu á Skildi sem kvenfélagið í Helgafellssveit galdraði fram og kaffi á eftir.

sp@anok.is