Lifandi söfn á Norður-heimskautssvæðum – Vinnustofa í Stykkishólmi

frystihus
Frystihúsið við bryggjuna í Flatey

Síðustu ár hefur verkefni verið í gangi sem kallast Living Museum in the Arctic, Lifandi söfn á Norður-heimskautssvæðinu, þar sem viðfangsefnið er lifandi söfn og menningartengd ferðamennska. Verkefnið snýst um samstarf á milli svæða á Norður-heimskautinu og er stutt fjárframlögum til þriggja ára frá NordRegio sem er stofnun á vegum Norræna samstarfsins. Norska húsið og Þrísker, sem reka frystihúsið í Flatey, taka þátt í verkefninu ásamt einu aðila frá Grænlandi, Færeyjum og Noregi. Verkefnið hófst árið 2012 þegar færeyska safnið Porkeris Bygdarsavn bauð til vinnustofu í Færeyjum þar sem verkefnið var sett í gang. Ári síðar var efnt til vinnustofu í Noregi og nú er komið að Íslandi. Síðasta vinnustofan verður hér í Stykkishólmi föstudaginn 12. júní. Skoðuð verða söfn hér í nágrenninu og farið verður í Flatey. Viðfangsefnið nú er markaðssetning, kynning og staða verkefnanna.
Fulltrúar verkefnanna kynna stöðu sinna verkefna auk þess sem fyrirlesarar á vinnustofunni verða Ingunn Jónsdóttir, Rósa Björk Halldórsdóttir og Erla Friðriksdóttir. Þessu þriggja ára verkefni lýkur hér í Stykkishólmi með því að gefin verður út skýrsla um verkefnið sem skilað verður til Nordregio.
sp@anok.is