Líflegt í náttúrunni

Þessa dagana stendur yfir seinni yfirferð í vöktun Rannsóknasetursins HÍ á Snæfellsnesi (RS) og Náttúrustofu Vesturlands (NSV) á varpárangri ritu. Á samfélagssíðum RS og NSV í vikunni kemur fram að „í Dýrhólma við Elliðaey og í Hvítabjarnarey voru nær fleygir ungar í mörgum hreiðrum, sem er kærkomin breyting eftir ansi mörg mögur ár með tómum hreiðrum. Rituhreiðrin eru enn fá en nú eru þó ungar, oft 2 og jafnvel þrír, í mörgum þeirra.“ Nú er einnig verið að kanna ástand Lunda við Breiðafjörð sem er gott, að því að fram kemur hjá RS, er gott en reiknaður varpárangur er 90% og viðkoma 74%. „Talsvert er af sílisfugli en það var mjög fjölbreytt fæða sem hann var að bera.“ En það er ekki eingöngu fuglalífið sem er skoðað þessa dagana því „NSV og RS ásamt Líf- og umhverfisvísindastofnun HÍ hafa rannsakað áhrif síldardauðans veturinn 2012-13 á lífríki botns í Kolgrafafirði. Sýni eru tekin hvert sumar og ferðin í sumar farin 22. júlí s.l. þar sem dýr sem lifa í botninum eru greind.
13626410_1169439699744185_3233345986488349951_n-2Síldardauðinn hafði gríðarlega mikil áhrif á lífríki botnsins. Mjög margar tegundir hurfu, aðrar tórðu en ein tegund burstaorms varð allsráðandi. Miklar breytingar hafa orðið síðan og eru fleiri tegundir farnar að ryðja sér til rúms. Áhugavert verður að skoða framvinduna þegar endanlegar niðurstöður greininga liggja fyrir.“
Meðfylgjandi myndir tóku starfsmenn RS og NSV í leiðöngrum í vikunni.