Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Lífróður í Stykkishólmi

Kajakmaðurinn Guðni Páll Viktorsson sem þessa dagana rær á kajak í kringum landið kom við hér í Stykkishólmi um síðustu helgi.  Framtak Guðna er til styrktar Samhjálp og nefnist Kringum Ísland – Lífróður Samhjálpar. 

 

Kajakmaðurinn Guðni Páll Viktorsson sem þessa dagana rær á kajak í kringum landið kom við hér í Stykkishólmi um síðustu helgi.  Framtak Guðna er til styrktar Samhjálp og nefnist Kringum Ísland – Lífróður Samhjálpar.  Guðni lagði af stað 30. apríl s.l. frá Höfn í Hornafirði og áætlar 8 vikur til ferðarinnar.  Hann er annar Íslendingurinn sem reynir róður kringum landið.     Ekki stóð til að  sigla inn Breiðafjörðinn en veður voru óhagstæð til að sigla beint yfir til Vestfjarðanna.    Héðan fór Guðni til Flateyjar og svo áfram til Vestfjarða og í gær var hann að róa yfir Patreksfjörð.  

Nánar um verkefnið www.aroundiceland2013.com