Lilja Margrét með tónleika í Stykkishólmskirkju

Lilja Margrét Riedel, sem ólst upp hér í Stykkishólmi, lauk háskólaprófi í þýsku frá Háskóla Íslands fyrr á árinu. Samhliða háskólanáminu hefur hún stundað söngnám við Tónlistarskóla Reykjavíkur og hélt sína framhaldsprófstónleika í Laugarneskirkju í apríl. Fimmtudaginn 21. maí n.k. kemur Lilja Margrét fram hér í Stykkishólmskirkju þar sem hún flytur efnisskrá framhaldsprófs-tónleikanna. Tónleikarnir hefjast kl. 20.
sp@anok.is