Lóð úthlutað

Byggingarlóðinni Aðalgötu 17 var úthlutað á fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 11. apríl. s.l. Að tillögu H-listans var dregið um lóðina. Bæjarritari dró og kom lóðin í hlut SA Bygginga ehf. Forsvarsmaður þess fyrirtækis er Sigurður Andrésson skv. fyrirtækjaskrá. Skipulag á Reitarvegi og Víkurhverfi er endanlega samþykkt. L-listi bókar um Víkurhverfi að nauðsynlegt sé að gera kostnaðaráætlun sem snýr að fráveitu svæðisins. „Ef tekið er mið af mati Verkís þar sem gert er ráð fyrir einföldustu mögulegri leið við endurgerð fráveitu Stykkishólms er kostnaður vegna Víkurhverfis, sem tengjast mun við Flatarhverfið og Maðkavíkurlögnina, um 200 milljónir. Ekki liggur fyrir hvort mögulegt er að dæla fráveitu þessa fyrsta áfanga Víkurhverfis inn á Borgarbrautarlögnina sem bráðabrigðarlausn. Það þarf að kanna og kostnaðarmeta sem mögulega lausn.“ segir í bókun L-lista.

am/frettir@snaefellingar.is